PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   sun 10. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Skila fyrirliðabandinu til Ter Stegen
Mynd: EPA
Mynd: Facebook
Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen hefur fengið fyrirliðabandið sitt aftur hjá Barcelona eftir smávægileg rifrildi.

Ter Stegen hefur verið að glíma við meiðsli á baki og fór í aðgerð í júní, en neitaði að skrifa undir leyfi til að senda læknisskýrsluna til stjórn spænsku deildarinnar (La Liga). Það er útaf mismunandi túlkun hans og félagsins á niðurstöðum skýrslunnar.

Barcelona ítrekaði þörfina á því að senda skýrsluna til deildarinnar vegna skráningareglna og svipti Ter Stegen fyrirliðabandinu þegar hann varð ekki við beiðninni.

Ef læknaskýrslan sýnir fram á að Ter Stegen verður frá keppni í fjóra mánuði eða meira fær Barcelona tækifæri til að skrá auka leikmann í hópinn sinn fyrir komandi tímabil vegna launaþaksreglna. Hluti af skráðum launum Ter Stegen í La Liga gæti færst yfir á annan leikmann ef um langtímameiðsli er að ræða.

Markvörðurinn segist þó aðeins þurfa að vera frá keppni í þrjá mánuði vegna aðgerðarinnar, niðurstaða sem stjórn Barcelona er ekki sammála.

Ter Stegen skrifaði þó að lokum undir skýrsluna sem hefur verið send til La Liga.

„Síðustu mánuðir hafa verið mjög erfiðir fyrir mig, bæði líkamlega og andlega. Markmið mitt er að snúa aftur á völlinn með liðsfélögunum sem fyrst," sagði Ter Stegen meðal annars í yfirlýsingu.

„Í sumar var tekin ákvörðun um að ég þyrfti að fara í aðgerð á baki. Þetta er ákvörðun sem ég tók í samráði við Barcelona og hina ýmsu sérfræðinga en síðan þá hafa margir orðrómar sprottið upp sem eiga ekki endilega rétt á sér. Það er ósanngjarnt að ýja að því að félagið vildi nota meiðslin mín til að skrá nýja leikmenn.

„Ég hef alltaf hagað mér af fagmennsku og virðingu. Ég elska Barca. Ég elska félagið, borgina og stuðningsmennina. Ég er skuldbundinn þessu félagi."


   07.08.2025 15:17
Barcelona sviptir Ter Stegen fyrirliðabandinu

Athugasemdir
banner