PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   sun 10. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Krstovic fer fram á sölu
Krstovic er með tvö ár eftir af samningi sínum við Lecce. Hann er fastamaður í landsliði Svartfjallalands og hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum fyrir þjóð sína.
Krstovic er með tvö ár eftir af samningi sínum við Lecce. Hann er fastamaður í landsliði Svartfjallalands og hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum fyrir þjóð sína.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Svartfellingurinn Nikola Krstovic er búinn að fara fram á sölu frá Lecce í ljósi mikils áhuga á honum frá stórliðum úr Serie A.

Krstovic er 25 ára Svartfellingur sem átti mjög stóran þátt í því að bjarga Lecce frá falli úr Serie A á síðustu leiktíð.

Hann kom að 17 mörkum í 38 leikjum á tímabilinu og vakti verðskuldaða athygli á sér. AC Milan, Inter, Roma, Juventus og Leeds United hafa öll verið orðuð við leikmanninn.

Ítalskir fjölmiðlar segja að Lecce hafi hafnað rúmlega 20 milljón evru tilboði frá Milan í byrjun sumars. Talið er að félagið vilji 30 til 40 milljónir fyrir framherjann sinn.

„Nikola Krstovic vill yfirgefa félagið og hefja nýjan kafla á ferlinum," staðfesti Sticchi Damiani, forseti Lecce.
Athugasemdir
banner