PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   sun 10. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inigo Martinez til Al-Nassr (Staðfest)
Mynd: EPA
Sádi-Arabíska stórveldið Al-Nassr hefur staðfest komu Inigo Martínez til félagsins úr röðum Barcelona.

Martínez fékk samningi sínum við Barca rift og gekk til liðs við Al-Nassr á frjálsri sölu. Þar verður hann meðal annars liðsfélagi Cristiano Ronaldo, Sadio Mané og Joao Felix.

Martínez er 34 ára miðvörður sem spilaði mikilvægt hlutverk í varnarlínu Börsunga á síðustu leiktíð. Hann lék 46 leiki á frábæru tímabili undir stjórn Hansi Flick þar sem liðið vann bæði spænsku deildina og bikarinn.

Martínez er talinn gera eins árs samning við Al-Nassr með möguleika á auka ári.

Martínez er annar stjörnuleikmaðurinn sem Al-Nassr fær til sín í sumar eftir Joao Félix, en félagið er einnig í viðræðum um kaup á Kingsley Coman hjá FC Bayern.

   07.08.2025 19:00
Riftir við Barcelona og á leið til Al Nassr



Athugasemdir
banner