
„Þetta er ansi góð vika. Ég er bara ljómandi góð." sagði Agla María Albertsdóttir fyrirliði Breiðablik efti 4-0 stórsigurinn á Val á Kópavogsvelli í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Valur
„Þetta er bara frábært, bara virkilega góð frammistaða hjá okkur og við förum bara sáttar inn í helgina."
„Við byrjuðum leikinn náttúrulega mjög vel en svo kemur kannski smá kafli þar sem þetta er frekar jafnt en svona heilt yfir í leiknum þá fannst mér við klárlega vera með yfirhöndina."
„Ég hafði engar stórkostlegar áhyggjur þegar við vorum komnar í 2-0 mér fannst við vera með gott control á leiknum."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Agla María var meðal annars spurð út í landsliðið en Agla María er kominn aftur inn í hópinn.
Athugasemdir