Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. júní 2019 13:27
Elvar Geir Magnússon
Sarri hættur hjá Chelsea (Staðfest)
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri er hættur sem stjóri Chelsea en enska félagið hefur staðfest þetta. Sarri er að fara að taka við Ítalíumeisturum Juventus.

Sarri var eitt ár við stjórnvölinn hjá Chelsea en hann náði flottum árangri með liðið. Chelsea hafnaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og vann Evrópudeildina.

Þrátt fyrir velgengnina gekk Sarri erfiðlega að vinna stuðningsmenn Chelsea á sitt band og honum virtist ekki líða vel í ensku fótboltaumhverfi. Til að mynda var áberandi að honum leið illa á fréttamannafundum.

Juventus mun gera þriggja ára samning við Sarri og borga Chelsea 5 milljónir punda í skaðabætur. Sarri tekur við af Massimiliano Allegri.

„Eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar sagði Maurizio hve mikið hann langaði að snúa aftur til Ítalíu. Hann sagði að það væri mikilvægt að vera nær fjölskyldu sinni og öldruðum foreldrum," segir Marina Granovskaia, framkvæmdastjóri Chelsea.

Chelsea er í tveggja glugga kaupbanni en hefur áfrýjað þeim dómi til alþjóða íþróttadómstólsins.
Athugasemdir
banner