Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   sun 16. júní 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir Póllands og Hollands: Weghorst fær átta en Van Dijk fær fimm
Mynd: EPA

Wout Weghorst kom, sá og sigraði þegar Holland vann nauman sigur á Póllandi í fyrsta leik C-riðils á EM í Þýskalandi í dag.


Hann var valinn maður leiksins hjá Eurosport en hann fær átta í einkunn. Hann kom inn á undir lok leiksins og skoraði rúmum tveimur mínútum síðar og kom Hollandi í 2-1 sem urðu lokatölur.

Landsliðsfyrirliðinn Virgil van Dijk fær lægstu einkunn í liði Hollands ásamt Xavi Simons og Memphis Depay. Liðinu tókst lítið að ógna Wojiech Szczesny í marki Póllands.

Adam Buksa skoraði mark Póllands en hann fær sjö í einkunn eins og Piotr Zielinski og Jakub Moder

Pólland: Szczesny 6, Bednarek 5, Salamon 6, Kiwior 6, Frankowski 5, Zielinski 7, Romanczuk 6, Zalewski 6, Urbanski 6, Buksa 7, Szymanski 5
(Varamenn: Moder 7, Swiderski 6, Slisz 6, Piotrowski 6, Bereszynski 6)

Holland: Verbruggen 7, Dumfries 6, De Vrij 6, Van Dijk 5, Ake 7, Schouten 6, Reijnders 7, Veerman 6, Simons 5, Depay 5, Gakpo 7.(Varamenn: Malen 7, Wijnaldum 5, Frimpong 7, Weghorst 8)


Athugasemdir
banner
banner
banner