Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ospina kominn aftur til uppeldisfélagsins (Staðfest)
Mynd: EPA
Kólumbíski markvörðurinn David Ospina er snúinn aftur til baka til Atlético Nacional í heimalandinu eftir 16 ára fjarveru.

Ospina er 35 ára gamall og er aðeins nýlega búinn að missa byrjunarliðssætið sitt á milli stanga kólumbíska landsliðsins.

Hann hefur verið aðalmarkvörður Al-Nassr í Sádi-Arabíu síðustu tvö ár en þar áður var hann á mála hjá Nice, Arsenal og Napoli.

Ospina ólst upp hjá Atlético Nacional og spilaði yfir 100 leiki fyrir félagið frá 2005 til 2008, áður en hann var fenginn yfir í franska boltann fyrir 2 milljónir evra.

Ospina mun því að öllum líkindum enda ferilinn hjá uppeldisfélaginu sínu, sem endaði í þriðja sæti kólumbísku deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner