Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 16. júní 2024 15:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Utrecht hefur mikinn áhuga á Benoný Breka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hollenska félagið Utrecht hefur mikinn áhuga á Benoný Breka Andréssyni framherja KR en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hollenska félagið að undirbúa tilboð í hann.


Benoný var nálægt því að ganga í raðir Gautaborgar í vetur en þau skipti duttu upp fyrir sig á síðustu stundu.

Hann er 18 ára gamall framherji, er samningsbundinn KR út næsta tímabil. Hann hefur skorað níu mörk í tíu leikjum í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum í sumar. Hann á 14 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Lyngby hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net einnig sýnt Benoný áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner