Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 16. júlí 2019 23:21
Sævar Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hrikalega krúsjal hjá okkur
Gerðum nóg í dag
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var vitanlega léttur, ljúfur og kátur í leikslok á Leiknisvelli eftir hreint út sagt stórskemmtilegan fótboltaleik.
“Þetta var svakalegur leikur, eins og svo margir hjá okkur í sumar en þetta var mjög kærkomið að klára þetta“.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  2 Afturelding

Leiknismenn voru í forrystu þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Afturelding jafnaði metinn úr vítaspyrnu og gengu því liðin hnífjöfn inn til búningsherbergja.

“Þetta var rólegur hálfleikur. Mér fannst við vera að gera hlutina rétt, það vantaði aðeins upp á tempóið varnarlega og mér fannst bara þrír til fjórir af mikilvægum mönnum hjá okkur vera aðeins undir pari í fyrri hálfleik og ýtti aðeins á þá að nú þyrftum við að stíga upp og vera sá sem tekur af skarið og klárar þetta fyrir okkur og stígur upp og taka ábyrgð“.

“Mér fannst það bara strax ganga eftir og þeir voru helvíti góðir í seinni hálfleik, þannig að ég held það hafi bara ágætis hálfleikur“.
“Þetta var hrikalega krúsjal hjá okkur að fara að nálgast toppinn aftur og aðeins gera atlögu að því að færast ofar í töfluna. Áframhald frá því í síðasta leik er að við klúðrum alveg svakalega mörgum færum hérna í dag en en gerðum nóg. En framhaldið núna er að við ætlum að reyna að tengja fleiri sigra saman og stefnum upp á við“.

Leiknisliðinu hefur skort stöðugleika ef úrslit eru skoðuð frá því að mót hófst og er stefnan sett upp töfluna og að rjúfa það mynstur samkvæmt Sigurði Heiðari þjálfara. Staðan er sú sama að liðið er sex stigum frá Gróttu sem sitja í öðru sæti deildarinnar

“Magni úti á laugardaginn og við þurfum bara að tjasla okkur saman og mæta dýrvitlausir norður – þeir eru búnir að vinna núna tvo í röð þannig að það verður hörkuleikur“.

Viðtalið í heild sinni má nálgast spilaranum hér að ofan

Athugasemdir
banner
banner