Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   fös 16. júlí 2021 14:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar með slitið krossband, rifinn liðþófa og grunur um beinbrot
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, verður ekki meira með á tímabilinu. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Krossbandið er farið, liðþófinn er rifinn, svo er ég með eitthvað beinmar. Það er einnig einhver grunur um lítið beinbrot í sköflungi og lærbeini. Ég held að það sé bara einhver smáflís, ekkert stórkostlegt vandamál," sagði Hrannar við Fótbolta.net í dag.

Hrannar meiddist á æfingu eftir leikinn gegn FH sem fór fram fyrir rúmum tveimur vikum.

Allt viðtalið við Hrannar verður birt á Fótbolta.net seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner