Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus og Atlético hafa áhuga á Matt O'Riley
Celtic fær Paulo Bernardo
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Danski miðjumaðurinn Matt O'Riley, sem komst ekki í danska landsliðshópinn fyrir EM, er eftirsóttur af stórliðum í Evrópu eftir að hafa átt mjög gott tímabil með Celtic í skoska boltanum.

23 ára O'Riley gerði sér lítið fyrir og skoraði 19 mörk auk þess að gefa 18 stoðsendingar í 49 leikjum á síðustu leiktíð, en það dugði ekki til að spila fyrir Danmörku á stórmóti.

O'Riley byrjaði unglingalandsliðsferilinn með enska landsliðinu en spilaði svo fjóra leiki fyrir U21 lið Danmerkur og á núna tvo A-landsleiki að baki fyrir Dani.

Fyrr í sumar var orðrómur sem sagði Southampton vera búið að bjóða 20 milljónir punda fyrir O'Riley, en Sky Sports segir að Juventus, Atlético Madrid, Atalanta og Roma séu áhugasöm.

Celtic er reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir rétta upphæð, enda voru Skotlandsmeistararnir að ganga frá kaupum á portúgalska miðjumanninum Paulo Bernardo frá Benfica.

Bernardo er 22 ára og lék á láni hjá Celtic á síðustu leiktíð, þar sem hann var varaskeifa fyrir O'Riley og reyndi að læra af honum.

Celtic borgar 4 milljónir evra fyrir miðjumanninn, sem kom að 7 mörkum á síðustu leiktíð.

Bernardo spilaði 26 leiki fyrir Benfica áður en hann skipti yfir til Celtic í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner