Man Utd hefur gert tilboð í Mbeumo - Ronaldo með tilboð frá brasilísku félagi - Villa hefur áhuga á Ferran Torres
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
Vuk: Náttúrulega galið að við séum ekki að spila á mánudegi
Davíð Smári: Það vantaði kraft í okkur
Rúnar Kristins: Við hittum á réttu taktíkina
Sjáðu draugamark ÍA í Njarðvík
Jökull: Held að svarið verði annað þegar þú spyrð mig næst
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
   mið 16. ágúst 2023 21:14
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján Guðmunds: Þá öskraði ég þessi stig heim
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan vann 4-2 sigur á Breiðablik í 16. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Sigur Stjörnunnar virtist ekki ætla að vera í neinni hættu í stöðunni 3-2 en Blikum tókst að minnka muninn í 3-2 undir lok leiks og hleypa spennu í leikinn áður en Stjarnan gulltryggði stigin þrjú með fjórða markinu í uppbótartíma

„Ég fékk nú ansi mikla útrás þegar Andrea setti fjórða markið, þá öskraði ég þessi stig heim en tilfinningin þegar það var komið 3-2 var bara alls ekki góð," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.

„Við erum búin að vera með leik í 3-0 fyrir norðan og ósjálfrátt þá leitaði hugurinn náttúrlega í það, af hverju værum við að gefa þetta eftir við hljótum að vera búnar að læra eitthvað. Breiðablik þú sást það bara allan tímann, þær gáfust aldrei upp Blikarnir, aldrei nokkurn tímann þannig að þetta var of mikil værukærð. Við erum ekki ánægð með þetta og þurfum að skoða þetta."


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Breiðablik

Elín Metta Jensen, sem lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil samdi í gær við Þrótt R., en Elín hafði mætt á æfingar með Stjörnunni í apríl. Var Kristján svekktur að missa af henni?

„Neinei, eigum við ekki að segja bara það að hlutir eins og svona að þeir eiga bara að gerast. Það eru aldrei tilviljanir í þessu og ég held bara að liðið okkar hafi sýnt í kvöld að við svöruðum því að hvort sem einhver kemur eða fer þá verður einhver að stíga upp og núna kom Hulda með fyrsta markið sitt og það er mjög gott. Þannig að neinei svona hlutir eiga bara að gerast, við verðum að trúa á það að það eru aldrei neinar tilviljanir til."

En reyndi Stjarnan að fá Elínu Mettu til liðs við sig?

„Uu við vorum í sambandi við hana já já, en ekkert hérna undir lokin reyndar," sagði Kristján að lokum.

Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner