Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
   fös 16. ágúst 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Man Utd mætir Fulham í kvöld
Mynd: Arsenal
Fyrsta umferð nýs úrvalsdeildartímabils fer af stað í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Fulham á Old Trafford.

Rauðu djöflarnir mæta til leiks klukkan 19:00 og verður spennandi að sjá hvernig Erik ten Hag kýs að stilla upp byrjunarliði sínu eftir að hafa fengið Matthijs de Ligt, Leny Yoro, Joshua Zirkzee og Noussair Mazraoui til sín í sumar.

Liverpool heimsækir nýliða Ipswich Town í hádegisleiknum á morgun, áður en Arsenal tekur á móti Wolves eftir að hafa styrkt varnarlínuna með Riccardo Calafiori í sumar.

West Ham og Aston Villa eigast svo við í afar spennandi slag til að ljúka laugardeginum.

Sunnudagurinn hefst á Lundúnaslag áður en stórleikur fyrstu umferðar fer fram, þegar Chelsea tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í hörkuslag. Þessi félög mættust í svakalegum innbyrðisviðureignum á síðustu leiktíð og ríkir því mikil eftirvænting fyrir þennan slag.

Leicester City tekur á móti Tottenham Hotspur í lokaleik helgarinnar, sem fer fram á mánundagskvöldið.

Föstudagur:
19:00 Man Utd - Fulham

Laugardagur:
11:30 Ipswich Town - Liverpool
14:00 Arsenal - Wolves
14:00 Everton - Brighton
14:00 Newcastle - Southampton
14:00 Nott. Forest - Bournemouth
16:30 West Ham - Aston Villa

Sunnudagur:
13:00 Brentford - Crystal Palace
15:30 Chelsea - Man City

Mánudagur:
19:00 Leicester - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 2 2 0 0 6 0 +6 6
2 Tottenham 2 2 0 0 5 0 +5 6
3 Chelsea 2 1 1 0 5 1 +4 4
4 Man City 2 1 0 1 4 2 +2 3
5 Liverpool 1 1 0 0 4 2 +2 3
6 Nott. Forest 1 1 0 0 3 1 +2 3
7 Sunderland 2 1 0 1 3 2 +1 3
8 Bournemouth 2 1 0 1 3 4 -1 3
9 Brentford 2 1 0 1 2 3 -1 3
10 Burnley 2 1 0 1 2 3 -1 3
11 Leeds 2 1 0 1 1 5 -4 3
12 Brighton 1 0 1 0 1 1 0 1
13 Fulham 1 0 1 0 1 1 0 1
14 Crystal Palace 1 0 1 0 0 0 0 1
15 Newcastle 1 0 1 0 0 0 0 1
16 Aston Villa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Everton 1 0 0 1 0 1 -1 0
18 Man Utd 1 0 0 1 0 1 -1 0
19 Wolves 2 0 0 2 0 5 -5 0
20 West Ham 2 0 0 2 1 8 -7 0
Athugasemdir
banner
banner