Það er í nægu að snúast hjá Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkinga, sem er að vinna bak við tjöldin að leikmannamálum fyrir næsta tímabil samhliða því að Víkingar eru í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.
Arnar staðfestir í samtali við mbl.is að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn Arnór Borg Guðjohnsen í Fylki.
„Við erum vongóðir um að semja við hann," segir Arnar sem reyndi að fá Arnór í sumarglugganum en það gekk ekki.
Arnór er 21 árs gamall og hefur aðeins komið við sögu í ellefu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er nýkominn frá London þar sem hann fór í aðgerð vegna kviðslits. Samningur hans við Árbæjarfélagið er að renna út í október.
Arnar staðfestir í samtali við mbl.is að félagið sé í viðræðum við sóknarmanninn Arnór Borg Guðjohnsen í Fylki.
„Við erum vongóðir um að semja við hann," segir Arnar sem reyndi að fá Arnór í sumarglugganum en það gekk ekki.
Arnór er 21 árs gamall og hefur aðeins komið við sögu í ellefu leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er nýkominn frá London þar sem hann fór í aðgerð vegna kviðslits. Samningur hans við Árbæjarfélagið er að renna út í október.
Víkingar vonast einnig eftir því að fá varnarmanninn Kyle McLagan, sem hefur verið lykilmaður í Fram, í sínar raðir en Framarar, sem eru komnir upp í efstu deild, vilja að sjálfsögðu halda honum.
Arnar segir að viðræður séu í gangi við McLagan en það séu fleiri járn í eldinum.
„Vonandi náum við að semja við hann. Það eru einn til tveir aðrir sem eru líklegir til að semja við okkur von bráðar. Það eru sterkir póstar að hverfa á braut í haust og við þurfum að vera einu til tveimur skrefum á undan hinum liðunum sem eru líka byrjuð að vakna til lífsins og styrkja sig," sagði Arnar í viðtali í gær.
Sölvi Ottesen mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið og Kári Árnason er líklegur til að gera slíkt hið sama. Þá er hægri bakvörðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson á láni frá Breiðabliki svo ljóst er að skörð myndast í vörninni sem þarf að fylla.
Athugasemdir