Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 18:54
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Kormákur/Hvöt upp í 2. deild (Staðfest) - ÍH bjargaði sér frá falli þriðja árið í röð
Kormákur/Hvöt spilar í 2. deild á næsta ári
Kormákur/Hvöt spilar í 2. deild á næsta ári
Mynd: Kormákur/Hvöt
ÍH bjargaði sér frá falli í þriðja sinn í röð
ÍH bjargaði sér frá falli í þriðja sinn í röð
Mynd: ÍH
Kormákur/Hvöt tryggði sig í dag upp í 2. deild karla er liðið vann Augnablik sannfærandi, 3-0, í lokaumferð deildarinnar. ÍH bjargaði sér frá falli þriðja árið í röð.

Kormákur/Hvöt var með þriggja stiga forystu á Árbæ fyrir lokaumferðina en með 4+ í markatölu og þurfti því bara að vinna sinn leik.

Viktor Ingi Jónsson og Kristinn Bjarni Andrason skoruðu tvö á átta mínútna kafla í byrjun leiksins en missti einn sinn besta mann af velli á 59. mínútu er Goran Potkozarac var rekinn af velli.

Það hafði engin áhrif á heimamenn sem bættu við þriðja markinu undir lokin og tryggðu 2. deildar sætið.

Árbær vann á meðan topplið Reynis, 3-2, í hörkuleik. Baráttusigur þeirra dugði ekki til þetta árið og hafnar Árbær í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig.

ÍH, sem hefur verið í fallbaráttu í deildinni síðustu þrjú ár, bjargaði sér frá falli í þriðja sinn er liðið vann 5-1 sigur á Hvíta riddaranum.

Það þurfti að treysta á að KFS myndi tapa gegn og vinna sinn leik, það heppnaðist allt saman og hafnaði ÍH því í 10. sæti með 21 stig, jafn mörg og KFS, en með betri markatölu.

KFS og Ýmir fara því niður um deild þetta árið.

Úrslit og markaskorarar:

Reynir S. 2 - 3 Árbær
0-1 Jonatan Aaron Belányi ('5 )
1-1 Vladyslav Kudryavtsev ('30 )
1-2 Keston George ('74 , Sjálfsmark)
1-3 Markús Máni Jónsson ('79 )
2-3 Kristófer Páll Viðarsson ('85 , Mark úr víti)

Elliði 6 - 2 Ýmir
1-0 Pétur Óskarsson ('29 )
2-0 Nikulás Ingi Björnsson ('34 )
3-0 Hlynur Magnússon ('53 )
4-0 Andri Már Hermannsson ('55 )
5-0 Guðmundur Andri Ólason ('90 )
6-0 Andri Már Hermannsson ('90 )

KFS 0 - 3 Víðir
0-1 Paolo Gratton ('50 )
0-2 Helgi Þór Jónsson ('57 )
0-3 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('79 )

Hvíti riddarinn 1 - 5 ÍH
0-1 Gísli Þröstur Kristjánsson ('9 )
0-2 Pétur Hrafn Friðriksson ('37 )
0-3 Arnór Pálmi Kristjánsson ('57 )
0-4 Arnór Pálmi Kristjánsson ('68 )
0-5 Arnar Sigþórsson ('83 )
1-5 Sigurður Brouwer Flemmingsson ('88 )

Kormákur/Hvöt 3 - 0 Augnablik
1-0 Viktor Ingi Jónsson ('9 )
2-0 Kristinn Bjarni Andrason ('17 )
3-0 Moussa Ismael Sidibe Brou ('90 )
Rautt spjald: Goran Potkozarac, Kormákur/Hvöt ('59)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner