Newcastle 1 - 0 Brentford
1-0 Callum Wilson ('64 , víti)
1-0 Callum Wilson ('64 , víti)
Newcastle United vann annan leik sinn á tímabilinu er liðið lagði Brentford að velli, 1-0, í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park í dag.
Það var örlítið ryð í heimamönnum til að byrja með. Aaron Hickey átti besta færi Brentford en Nick Pope sá við honum.
Þegar leið á leikinn komust Newcastle-menn betur inn í málin og fékk Bruno Guimaraes besta færi þeirra er hann átti skalla sem Mark Flekken varði eftir hornspyrnu.
Newcastle kom boltanum í netið á 57. mínútu er Callum Wilson potaði honum yfir línuna en það dæmt af vegna brots í aðdragandanum.
Sjö mínútum síðar gerðu gestirnir sig seka um slæm mistök er Hickey sendi boltann niður á Flekken, en Gordon komst í boltann áður en Flekken braut á honum og vítaspyrna dæmd. Wilson skoraði úr vítinu.
Newcastle vildi fá annað víti þegar tólf mínútur voru eftir af síðari hálfleiknum er Harvey Barnes setti boltann í höndina á Bryan Mbeumo. Craig Pawson, dómari, dæmdi vítið, en VAR sneri ákvörðunni við og áfram með smjörið.
Þetta eina mark Newcastle dugði til í dag og annar sigurinn á tímabilinu. Newcastle er í 11. sæti með 6 stig en Brentford í 10. sæti með jafn mörg stig.
Athugasemdir