Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Albert átti þátt í báðum mörkum Genoa í svekkjandi jafntefli gegn meisturunum
Genoa 2 - 2 Napoli
1-0 Mattia Bani ('40 )
2-0 Mateo Retegui ('56 )
2-1 Giacomo Raspadori ('76 )
2-2 Matteo Politano ('84 )

Albert Guðmundsson og hans menn í Genoa töpuðu niður unnum leik er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn ríkjandi meisturum Napoli í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Mattia Bani skoraði á 40. mínútu fyrir nýliða Genoa. Albert Guðmundsson átti hornspyrnu inn á Koni de Winter, sem framlengdi áfram á Bani og þaðan í netið.

Albert átti einnig þátt í öðru marki liðsins á 56. mínútu. Hann tók hornspyrnu stutt og þaðan fór boltinn inn í teig Napoli áður en Mateo Retegui skoraði.

Genoa missti niður forystuna á átta mínútum. Giacomo Raspadori og Matteo Politano skoruðu mörk Napoli og björguðu þannig stigi.

Napoli er í fimmta sæti með 7 stig en Genoa með 4 stig í 12. sæti eftir fjóra leiki.
Athugasemdir
banner
banner