Bjarni Mark Antonsson og félagar í norska liðinu Start unnu 1-0 sigur á Jerv í mikilvægum leik í norsku B-deildinni í dag.
Siglfirðingurinn er fastamaður í liði Start en liðið er í harðri baráttu um sæti í efstu deild.
Hann spilaði allan leikinn í dag og nældi sér í gult spjald en Start er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig þegar sjö umferðir eru eftir.
Efstu tvö liðin fara beint upp í efstu deild en 3. til 6. sæti fara í umspil um síðasta farseðilinn í deild þeirra bestu.
Heiðar Geir Júlíusson og lærisveinar hans í Örn Horten töpuðu fyrir Arendal, 3-1, í C-deildinni í Noregi.
Örn Horten var að tapa öðrum leik sínum í röð en liðið siglir um miðja deild, í áttunda sæti, með 23 stig.
Athugasemdir