Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Sheffield United segir dómgæsluna hræðilega - „Hvað er eiginlega í gangi?“
„Það þarf eitthvað að gera eitthvað í þessu og það hið snarasta og þetta er ekki bara ég að væla. Ég sagði það sama í hálfleik þegar við vorum 1-0 yfir. Einbeitingin er öll á tímasóun, þannig dómararnir stýra því hvernig við spilum. Við spiluðum aftast og þá keyrði Tottenham framar á völlinn og það stýrir því hvernig við spilum, en okkur var bara sagt að spila boltanum langt fram. Það má ekki,“ sagði Paul Heckingbottom, stjóri Sheffield United, um dómarateymið í dag.

Nýliðarnir töpuðu fyrir Tottenham, 2-1, eftir tvö mörk frá Richarlison og Dejan Kulusevski seint í uppbótartíma.

Dómararnir höfðu áhrif á leikinn að mati Heckingbottom en samkvæmt því sem hann segir vildu þeir stjórna því hvernig Sheffield spilaði leikinn.

„Wes fékk gult spjald fyrir að handleika boltann fyrir utan teiginn og var síðan hótað rauðu spjaldi fyrir að tefja, þetta má ekki. Dómgæslan er hræðileg og þetta snýst ekki einu sinni um fótboltalegar ákvarðanir. Þetta snýst um meðhöndlun leikja.“

„Ég hef áhyggjur af því að einbeitingin sé öll á gulum spjöldum fyrir að tefja og þegar ég talaði við dómarana, þá virtist þeir ekki hafa hugmynd um hvað ég væri að tala um. Þeir eru að dæma þennan leik, en virðast ekki kunna hann,“
sagði Heckingbottom en alls fóru þrettán gul og eitt rautt spjald á loft í leiknum.

Oli McBurnie, framherji Sheffield, fékk þá sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir. McBurnie tjáði sig sjálfur á samfélagsmiðlum og fannst undarlegt að hann mætti ekki ræða við dómarann á meðan aðrir leikmenn í deildinni fá ekki einu sinni áminningu fyrir að hlaupa að þeim oft í leik.

Heckingbottom kallar eftir því að þetta verði lagað.

„Við þurfum að laga þetta og það með flýti. Þetta er að eyðileggja sjónarspilið. Þetta var síðan kórónað þegar Oli McBurnie var rekinn af velli fyrir að segja dómaranum að einhver væri að rífa í treyjuna hans. Við sáum einhvern mæta með olnboga inn í markvörðinn okkar, sem þurfti að sauma og það er í raun sama brotið. Nei, bara svona í alvöru? Hvað er eiginlega í gangi í leiknum okkar?
Athugasemdir
banner