Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var vonsvikinn með 3-1 tapið gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Man Utd hefur tapað þremur af fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og fengið á sig tíu mörk.
Ten Hag kallar eftir því að menn takist á við vandamálið og geri betur.
„Við erum vonsviknir. Það er eðlilegt, sérstaklega þegar það er svona mjótt á mununum. Í fyrri hálfleik sköpuðum við mörg færi en skoruðum ekki. Við fáum síðan á okkur mark og þá var dæmt mark af okkur og maður situr þarna inni í klefa og hugsar hvernig þetta sé allt saman mögulegt.“
„Svona var þetta bara og maður þarf að takast á við það.“
„Við þurfum að bæta það. Það eru hlutir sem ég sé frá liðinu og einstaklingum sem við verðum að gera betur í. Stundum er maður á slæmum og erfiðum köflum og þá þarf að mæta því og takast á við það. Á þessu augnabliki erum við ekki að gera vel í þeim efnum en við getum það, eins og við sýndum á síðasta ári.“
„Við getum ekki kennt öðrum um, við verðum að gera betur og vera ákveðnari og sýna meiri þrautseigju.“
Rasmus Höjlund byrjaði í fyrsta sinn fyrir United og um leið hans fyrsti heimaleikur en Ten Hag fannst hann gera vel. Eitt mark var dæmt af Höjlund eftir að boltinn hafði farið úr leik áður en hann kom boltanum í markið.
„Mér fannst það mjög gott, Áhorfendur var ánægt með frammistöðu hans og sú fyrsta á Old Trafford, þannig það er gott að hann fái svona móttökur. Hann spilaði vel og við erum ánægðir með hann,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir