Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 16. september 2023 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frankfurt tapaði stigum í Bochum
Bochum 1 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Eric Ebimbe ('55 )
1-1 Kevin Stoger ('74 , víti)

Bochum og Eintracht Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í 4. umferð þýsku deildarinnar í dag.

Eric Ebimbe skoraði mark Frankfurt á 55. mínútu. Gestirnir keyrðu hratt upp vinstri vænginn og áttu skot sem Manuel Riemann varði út í teiginn á Ebimbe sem skoraði. Dómarinn dæmdi fyrst markið af vegna rangstöðu en eftir að hafa skoðað atvikið betur í VAR-skjánum sneri hann ákvörðun sinni við og fékk markið því að standa.

Tæpum tuttugu mínútum síðar jöfnuðu heimammenn með marki úr vítaspyrnu Kevin Stoger.

Bochum fékk fleiri færi í leiknum en nýttu þau illa. Frankfurt átti góða sénsa einnig en lokatölur í dag, 1-1. Frankfurt er með 6 stig á meðan Bochum er með 3 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
15 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner