Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 16. september 2024 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti Kovacic að fá rautt? - Sá markahæsti hjá Brentford líklega lengi frá
Wissa fagnaði á Etihad.
Wissa fagnaði á Etihad.
Mynd: EPA
Yoane Wissa skoraði mark Brentford í 2-1 tapi liðsins gegn Manchester City á Etihad leikvanginum á laugardag. Wissa kom gestunum yfir strax í byrjun leiks en Erling Braut Haaland náði að snúa dæminu við fyrir City með tveimur mörkum fyrir hálfleik.

Wissa þurfti að fara af velli rétt fyrir hálfleik eftir að Mateo Kovacic, miðjumaður City, renndi sér harkalega í hann. Kovacic fékk gula spjaldið fyrir og Wissa gat ekki leikið áfram. Pep Guardiola, stjóri City, tók svo Kovacic af velli í hálfleik og setti Rodri inn á í hans stað.

„Það eru ekki góðar fréttir af Wissa. Þetta líta út fyrir að vera meiðsli sem munu halda honum frá í nokkra mánuði. Þetta er mjög pirrandi. Þetta mun skilja eftir holu en ég mun finna lausn og aðrir leikmenn munu stíga upp," segir Thomas Frank, stjóri Brentford, í dag.

Þetta er mikið áfall fyrir Brentford því Wissa hefur skorað þrjú mörk í byrjun tímabilsins.

Tæklingu Kovacic má sjá hér að neðan. Stuðningsmenn Brentford eru ekki kátir með að Kovacic hafi tekið báða fætur af jörðinni og tæklað aftan frá, aldrei átt séns í boltann, orðið til þess að leikmaður meiddist og hafi sloppið við að fá rautt spjald.

Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 20 14 5 1 48 20 +28 47
2 Nott. Forest 21 12 5 4 30 20 +10 41
3 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
4 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 21 10 5 6 38 29 +9 35
7 Bournemouth 21 9 7 5 32 25 +7 34
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 21 7 9 5 32 30 +2 30
10 Brentford 21 8 4 9 40 37 +3 28
11 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
12 West Ham 21 7 5 9 27 41 -14 26
13 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
14 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner