Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 16. október 2019 15:10
Elvar Geir Magnússon
Leicester opnar minningarreit
Leicester City ætlar að opna sérstakan minningarreit vegna Vichai Srivaddhanaprabha sem var eigandi félagsins þegar hann lenti í þyrluslysi rétt við leikvang félagsins 27. október á síðasta ári.

Stuttu eftir leik gegn West Ham varð þyrlan stjórnlaus og hrapaði til jarðar. Vichai og fjórir aðrir sem voru um borð létust.

Minningarreiturinn verður á staðnum þar sem þyrlan hrapaði og verður opnaður ári eftir slysið, þann 27. október næstkomandi.

Leicester á leik gegn Burnley á laugardaginn en áhorfendur eru kvattir til að mæta snemma og heiðra minningu Vichai með mínútu þögn fyrir leikinn.

Vichai Srivaddhanaprabha var gríðarlega vinsæll hjá Leicester og var stjórnarformaður þegar liðið vann óvæntan og frækinn Englandsmeistaratitil 2016.
Athugasemdir
banner