Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   lau 16. október 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Jói Kalli á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-0 tap gegn Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Hann var sáttur með byrjunina á leiknum. „Mér fannst við byrja leikinn vel. Við ætluðum að keyra á þá snemma leiks og teygja á þeim. Mér fannst það heppnast ágætlega. Við fáum besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal fær gott skallafæri. Ef við hefðum náð að setja 1-0, þá hefði leikurinn líklega þróast mjög öðruvísi. Því miður skora þeir fyrsta markið í fyrri hálfleik."

„Við förum vankaðir inn í hálfleikinn með markið sem þeir skora eftir horn. Það er heppni fyrir þá að skora rétt fyrir hálfleik."

Það eru tvær vikur síðan Pepsi Max-deildin kláraðist. Hvernig fannst Jóa Kalla undirbúningurinn ganga?

„Það er erfitt að vera með svona langan tíma svona seint. Við reyndum að halda mönnum á tánum. Við vorum ekkert að keyra of mikið á þá. Við vorum bara að reyna að halda mönnum ferskum. Undirbúningurinn gekk vel. Mér fannst menn tilbúnir að leggja á sig. Við vorum ógnandi á köflum en við vorum að spila á móti mjög góðu Víkingsliði."

Stuðningurinn við liðið var mjög góður og endaði ÍA tímabilið mjög vel. „Við þurfum líka að nýta okkur fyrri hluta tímabilsins sem voru vonbrigði. Það hefði verið auðvelt fyrir okkur að vorkenna sjálfum okkur og gefast upp snemma móts. Það er líka dýrmæt reynsla þegar við horfum til baka. Við gáfumst ekki upp."

Hægt er að horfa á allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner