Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 16. október 2025 17:41
Elvar Geir Magnússon
Slúðrið reyndist rétt - Jóhann tekur við Þrótti (Staðfest)
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna. Þessar fréttir koma ekki á óvart en Fótbolti.net greindi frá því fyrir viku að líkur væru á að þetta myndi gerast.

Sá fréttaflutningur fór eitthvað í taugarnar á Jóhanni sem sagði í viðtali: „Ég veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður á .net eins og kom í morgun um að ég væri mögulega að fara í Þrótt."

En slúðrið reyndist rétt og hann hefur nú verið kynntur hjá Þrótti en á miðvikudag var tilkynnt að hann væri hættur hjá Þór KA.

Jóhann tekur við Þrótti af Ólafi Kristjánssyni sem hætti til að verða aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar hjá kvennalandsliðinu.

„Jóhann Kristinn var okkar fyrsti kostur eftir að ljóst varð að þjálfaraskipti yrðu hjá félaginu. Með ráðningu hans er ljóst að við ætlum okkur áfram að halda kvennaliði félagsins í fremstu röð og styrkja það og efla eins og við höfum unnið að undanfarin ár," segir Kristján Kristjánsson, formaður Þróttar.

„Það verður áskorun að gera allt sem í mínu valdi stendur til að taka næsta skref með þessu spennandi liði. En það verður ánægjuleg áskorun sem ég hlakka til að takast á við," segir Jóhann sjálfur en Þróttur lýkur keppni í þriðja sæti Bestu deildar kvenna.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 17 2 3 84 - 23 +61 53
2.    FH 22 15 3 4 56 - 27 +29 48
3.    Þróttur R. 22 14 3 5 41 - 30 +11 45
4.    Stjarnan 22 10 1 11 39 - 43 -4 31
5.    Valur 22 8 5 9 33 - 35 -2 29
6.    Víkingur R. 22 9 1 12 49 - 48 +1 28
Athugasemdir