
Þór/KA gerði jafntefli gegn Fram í lokaumferð Bestu deildar kvenna´i kvöld. Þetta var fyrsta jafntefli liðsins í sumar. Fótbolti.net ræddi við Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfara Þórs/KA, eftir leikinn.
„Ég hefði viljað vinna leikinn en kannski áttum við það ekkert skilið. Þessi leikur bar þess kannski merki að það var ekki alltof mikið undir. Það var aðeins bardagi í þessu og menn voru að reyna en klaufalegt og einbeitingaleysi. Ég sagði við stelpurnar að ég var ánægður með að eiga slæman fyrri hálfleik og koma sterkar til baka, sýna karakter og hefðum átt að stela þessu í restina."
„Ég hefði viljað vinna leikinn en kannski áttum við það ekkert skilið. Þessi leikur bar þess kannski merki að það var ekki alltof mikið undir. Það var aðeins bardagi í þessu og menn voru að reyna en klaufalegt og einbeitingaleysi. Ég sagði við stelpurnar að ég var ánægður með að eiga slæman fyrri hálfleik og koma sterkar til baka, sýna karakter og hefðum átt að stela þessu í restina."
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 1 Fram
Þór/KA fékk ótrúlegt færi í blálokin þar sem liðið átti nokkur skot að marki en kom boltanum ekki í netið.
„Ég nefndi það við þær inn í klefa að mér finnst að þessar sekúndur í restina inn i teignum þeirra hafa súmmerað upp tímabilið hjá okkur. Þegar svona vantar upp á þurfa menn að nota pásuna sem er framundan og kafa djúpt og finna hvað það er sem þarf að bæta, bæði félag og leikmenn."
Þór/KA hefur verið í efri hlutanum síðustu tvö tímabil undir stjórn Jóhanns. Þetta tímabil var því mikil vonbrigði.
„Hundóánægður með tímabilið, Þór/KA er að berjast í einhverju sem á ekki að vera berjast í. Ég ætla taka það á mig að við fórum aðra leið en önnur lið, við syntum á móti straumnum í þessari deild. Á meðan önnur lið fóru í þekkta formúlu sem kostar mikið, að styrkja sig, þá ná þau árangri. Þau sýna það hvort sem það er að halda sér í deildinni eða raða sér í efstu sætin. Þú uppskerð það sem þú sáir í þessu," sagði Jóhann Kristinn.
„Það er eitthvað sem ég þykist vita að er framundan hér. Það þarf að taka þátt í leiknum á öllum sviðum innan og utan vallar. Stelpurnar sem spiluðu hjá okkur í sumar fannst mér standa sig eins og hetjur. Það vantaði alltaf aðeins upp á, stundum eru það gæði og hæfileikar en stundum er það líka aðeins meiri trú á það sem er að gerast í kringum sig. Ég veit að hún verður meiri næst þegar þær koma til leiks."
Það er mikil óvissa með framtíð Jóhanns Kristins hjá Þór/KA en hann var orðaður Þrótt í dag.
„Mér líður mjög vel hjá Þór/KA, þetta er mitt félag, ég dýrka stelpurnar og alla sem eru að vinna með mér í þessu. Ég var bara búinn að lofa því að klára þetta tímabil með virðingu fyrir okkur, mótinu og andstæðingum okkar. Nú förum við og fáum okkur eina kleinu og ræðum málin," sagði Jóhann Kristinn.
„Ég er með vinsæla ábendingu til ykkar. Ég veit að það er hart í ári þar sem það er landsleikjahlé. Ég trúi því að það sé erfitt að koma fyrir, ég veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður á .net eins og kom í morgun um að ég væri mögulega að fara í Þrótt. Ég skora á ykkur að finna tíma á morgun, um helgina eða í næstu viku þegar enginn enski og íslenski er og athuga hvort þið getið ekki skotið þessari frétt inn þá í staðin fyrir á leikdegi hjá okkur."
Athugasemdir