Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. nóvember 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ramos hætti við að mæta á fréttamannafund
Sergio Ramos.
Sergio Ramos.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos hefur hætt við að sitja fyrir svörum á fréttamannafundi spænska landsliðsins í dag. Spánn mætir Þýskalandi á morgun.

Ramos er fyrirliði Spánar og tilkynnt hafiði verið að hann myndi vera á fréttamannafundi dagsins.

Ramos virðist hinsvegar hafa skupt um skoðun því búið er að tilkynna að Rodri verði á fundinum.

Á laugardag varð Ramos landsleikjahæsti leikmaður Evrópu þegar Spánn mætti Sviss. Hann klúðraði hinsvegar tveimur vítaspyrnum í leiknum en hann endaði með jafntefli.

Hvað varðar félagslið hans þá er Ramos í erfiðum samningaviðræðum við Real Madrid. Ramos er 34 ára og vill klára ferilinn hjá Madrídarliðinu en honum hefur aðeins verið boðinn eins árs samningur.

Paris Saint-Germain er sagt fylgjast grannt með gangi mála hjá Ramos.
Athugasemdir
banner
banner
banner