Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 16:03
Elvar Geir Magnússon
Leifur Andri og Atli Arnars framlengja við HK
Lengjudeildin
Leifur Andri Leifsson.
Leifur Andri Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Leifur Andri Leifsson og miðjumaðurinn Atli Arnarson verða með HK í Lengjudeildinni en báðir hafa þeir skrifað undir samninga sem gilda út 2025.

Leifur Andri er kallaður herra HK enda leikjahæsti leikmaður félagsins og fyrirliði liðsins. Hann er 35 ára gamall.

Atli er 31 árs og hefur leikið með HK síðan 2019 en á ferli sínum hefur hann einnig leikið fyrir ÍBV, Leikni og uppeldisfélag sitt Tindastól.

Kópavogsliðið féll úr Bestu deildinni í fyrra en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun þess að tímabilinu loknu.

Athugasemdir
banner
banner