Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 17. febrúar 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Hetjan úr flugslysinu í Munchen látinn
Harry Gregg, fyrrum markvörður Manchester United, er látinn 87 ára að aldri.

Gregg var hluti af hópi United sem gekk undir nafninu 'Busby Babes'.

Hann hefur oft verið kallaður 'Hetjan í Munchen' eftir magnaða framgöngu eftir flugslysið sem lið United lenti í árið 1958.

23 létust í slysinu en Harry bjargaði liðsfélögum sínum Bobby Charlton og Dennis Viollet úr brennandi flugvélinni sem og 20 mánaða barni og óléttri móður þess.

Harry, sem var Norður-írskur landsliðsmaður, spilaði með Manchester United í 3-0 sigri á Sheffield Wednesday einungis þrettán dögum eftir flugslysið í Munchen.

Athugasemdir
banner