Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   mán 17. febrúar 2025 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danijel Djuric á leið til Króatíu
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er að ganga í raðir Istra í Króatíu.

Frá þessu segir fréttamaðurinn Lorenzo Lepore.

Hann talar um kaupverð upp á 200 þúsund evrur en það eru 30 milljónir íslenskra króna.

Lepore segir jafnframt að félögin séu að klára pappírsvinnuna og því ekki langt í að skiptin verði staðfest. Það er gluggadagur í Króatíu í dag.

Víkingar eiga framundan mikilvægan leik á fimmtudaginn gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni og er ekki útlit fyrir að Danijel verði með þeim þar.

Istra er sem stendur í áttunda sæti króatísku úrvalsdeildarinnar en Logi Hrafn Róbertsson gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner