Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Mikael Egill spilaði í tapi - Bjarki Steinn ónotaður varamaður
Mynd: EPA
Genoa 2 - 0 Venezia
1-0 Andrea Pinamonti ('82 )
2-0 Maxwel Cornet ('86 )

Mikael Egill Ellertsson var í byrjunarliði Venezia þegar liðið heimsótti Genoa í ítölsku deildinni í kvöld.

Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Genoa var með yfirhöndina í þeim seinni.

Það skilaði sér undir lok leiksins þegarr Andrea Pinamonti skoraði laglegt mark. Hann náði hnitmiðuðu skoti vinstra megin í teignum og skoraði í fjærhornið.

Það var svo Maxwel Cornet sem innsiglaði sigurinn. Hann fór inn á teiginn frá hægri kantinum og skoraði framhjá Ionut Radu í marki Venezia.

Mikael Egill spilaði 83 mínútur en Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður. Liðið er í harðri fallbaráttu en Venezia er fimm stigum frá öruggu sæti og situr í næst neðsta sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 25 17 5 3 41 19 +22 56
2 Inter 25 16 6 3 58 24 +34 54
3 Atalanta 25 15 6 4 54 26 +28 51
4 Juventus 25 11 13 1 42 21 +21 46
5 Lazio 25 14 4 7 47 34 +13 46
6 Fiorentina 25 12 6 7 41 27 +14 42
7 Milan 24 11 8 5 36 24 +12 41
8 Bologna 24 10 11 3 38 29 +9 41
9 Roma 25 10 7 8 36 29 +7 37
10 Udinese 25 9 6 10 32 37 -5 33
11 Genoa 25 7 9 9 24 33 -9 30
12 Torino 25 6 10 9 27 31 -4 28
13 Como 25 6 7 12 30 40 -10 25
14 Cagliari 25 6 7 12 26 39 -13 25
15 Lecce 25 6 7 12 18 41 -23 25
16 Verona 25 7 2 16 26 54 -28 23
17 Empoli 25 4 9 12 22 38 -16 21
18 Parma 25 4 8 13 30 45 -15 20
19 Venezia 25 3 7 15 22 41 -19 16
20 Monza 25 2 8 15 21 39 -18 14
Athugasemdir
banner
banner
banner