Arsenal hefur fengið 65 þúsund punda sekt, u.þ.b. 11,5 milljónir íslenskra króna, fyrir viðbrögð leikmanna liðsins í kjölfar rauða spjaldsins sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik Arsenal gegn Wolves í síðasta mánuði.
Arsenal fær sekt fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum sem voru trylltir út í þá niðurstöðu að Lewis-Skelly fengi rautt spjald frá Micheal Oliver fyrir tæklingu sína á Matt Doherty.
Arsenal fær sekt fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum sem voru trylltir út í þá niðurstöðu að Lewis-Skelly fengi rautt spjald frá Micheal Oliver fyrir tæklingu sína á Matt Doherty.
Oliver mat brotið þannig að brot Lewis-Skelly væri háskalegt og VAR studdi þá ákvörðun.
Arsenal áfrýjaði rauða spjaldinu og úr varð að Lewis-Skelly slapp við þriggja leikja bann.
Athugasemdir