Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
banner
   mán 17. mars 2025 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Bryndís Arna og María skoruðu í sænska bikarnum - Guðrún í undanúrslit
Maria Catharina skoraði sigurmark Linköping
Maria Catharina skoraði sigurmark Linköping
Mynd: Guðmundur Svansson
Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård eru komnar áfram í undanúrslit sænska bikarsins eftir að það vann 2-1 sigur á Växjö í lokaumferðinni í riðlakeppninni í kvöld.

Miðvörðurinn var að vísu ekki með Rosengård í leiknum en Bryndís Arna Níelsdóttir var á bekknum hjá Växjö.

Bryndís kom inn af bekknum í síðari hálfleik og hafði aðeins verið inn á vellinum í tíu mínútur er hún skoraði mark sem kom gestunum inn í leikinn.

Växjö tókst hins vegar ekki að bæta við fleirum gegn sænsku meisturunum og 2-1 tap niðurstaðan. Rosengård fer áfram í undanúrslit með 7 stig en Växjö hafnaði í neðsta sæti riðilsins með eitt stig.

María Catharina Ólafsdóttir Gros skoraði sigurmark Linköping í 1-0 sigrinum á Malmö. Mark Maríu kom eftir tæpa mínútu og dugði það til sigurs.

Linköping hafnaði með 4 stig í í 3. sæti riðilsins og hefur því lokið keppni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner