,,Við byrjuðum ágætlega og skoruðum en þeir skoruðu svo í fyrsta sinn sem þeir komust yfir miðju. Við lágum svo meira og meira á þeim allan seinni hálfleikinn," sagði Jón Vihelm Ákason miðjumaður ÍA eftir 3-2 tap gegn Grindavík í 1. deildinni í dag.
Grindavík komst svo í 3-1 en skagamenn áttu dauðafæri til að skora sem tókst þó ekki fyrr en í lokin.
,,Eggert átti algjört dauðafæri, en svona er þetta. Þetta gengur ekki alltaf," sagði Jón Vilhelm.
Grindavík vann líka bikarleik liðanna í vikunni, þá 4-1 en frá þeim voru miklar breyingar á liði ÍA.
,,Þetta voru taktískar breytingar og aðallega það," sagði Jón Vilhelm. ,,Við ætluðum að koma þeim að óvörum í dag en tókst það ekki."
Athugasemdir