Alexander Aron: Loksins small þetta


Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar í Lengjudeild kvenna var að vonum sáttur með 4:0 sigur síns liðs gegn KR í vesturbænum í kvöld en sigurinn var sá fyrsti í sumar hjá Mosfellingum sem eru nú með fjögur stig eftir tvo leiki.
Lestu um leikinn: KR 0 - 4 Afturelding
„Það er gott að ná í þrjú stig og þetta var góður leikur af okkar hálfu. Við héldum mikið í boltann í þessum leik og þetta var góð frammistaða,“ sagði Alexander Aron.
„Það er alltaf erfitt að spila á móti liði sem pakkar pínu í vörn eins og KR gerði. Það var mikilvægt að ná fyrsta markinu snemma og við gerðum það í dag og fylgdum þessu strax á eftir með öðru marki. Þá var þetta orðið þægilegt.“
„Við töluðum um það eftir síðasta leik, að vera lið, ekki einstaklingar inni á vellinum. Núna loksins small þetta - við urðum lið sem varðist saman og sótti saman. Núna hlakkar okkur bara til næstu leikja,“ sagði Alexander.
Nánar er rætt við Alexander í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir