Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. maí 2023 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti: Núna var komið að City
Ancelotti ræddi við Haaland.
Ancelotti ræddi við Haaland.
Mynd: EPA
„Núna er fyrir okkur að læra af þessu, hugsa um næsta tímabil og bæta okkur. Á síðasta tímabili gátum við unnið þá og komist í úrslitin. Núna var komið að City," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, eftir 4-0 tapið gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Við hefðum getað haldið betur í boltann, við misstum boltann oft í fyrri hálfleik. Ég bjóst við þessari byrjun, það var mikil spenna. Ég bjóst hins vegar ekki við því að við gætum ekki haldið í boltann. Í fótbolta gerist það stundum að andstæðingurinn mætir betur til leiks og við verðum að kyngja þessum úrslitum."

„Stefnan á næsta tímabili er að berjast til að ná árangri eins og á þessu tímabili og því síðasta í Meistaradeildinni."

„Þangað til núna gerðum við það, við verðum að taka þessum úrslitum, þú getur ekki alltaf unnið, við ætlum að reyna gera betur á næsta tímabili,"
sagði ítalski stjórinn. Real vann keppnina á síðasta ári eftir að hafa slegið City út í undanúrslitum.

Thibaut Courtois, markvörður Real, var einnig til viðtals eftir leikinn. „Byrjunin kom okkur ekki á óvart, við bjuggumst við mikilli pressu og að þeir myndu ekki leyfa okkur að spila auðveldlega úr pressunni. Við bjuggumst við því að vera pressaðir alveg niður í okkar vítateig."
Athugasemdir
banner
banner