Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. maí 2023 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Skiptir ekki hversu mikils virði leikmenn eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er tilbúinn fyrir seinni undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á gríðarlega erfiðum útivelli Manchester City.


Man City hefur náð frábærum úrslitum á Etihad leikvanginum það sem af er tímabils og eru margir sem spá Englandsmeisturunum sigri gegn lærisveinum Ancelotti, þrátt fyrir að sagan sé tvímælalaust með Real Madrid í liði.

Ancelotti var spurður út í peningamuninn á ensku úrvalsdeildinni og öðrum deildum í Evrópu og hvort það hefði áhrif á hugarfar leikmanna á leið inn í þennan leik.

„Við erum ekkert að spá í utanaðkomandi aðstæðum. Við erum einbeittir að því að gera vel í þessum fótboltaleik. Allt annað skiptir ekki neinu máli. Okkur er sama hversu mikils virði einhver leikmaður er, eða hversu mikið hann fær í laun. Við hugsum bara um að gera okkar besta gegn gríðarlega sterkum andstæðingum. Við munum njóta þess að keppa við þá," svaraði Ancelotti.

„Leikmenn eru ekkert að velta sér upp úr fótboltapólitíkinni þegar þeir ganga inn á völlinn. Þeir eru ekki að hugsa um neitt annað en að gera sitt allra besta til að vinna erfiðan fótboltaleik."


Athugasemdir
banner
banner