Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 19:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti tekur fram úr Sir Alex
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Real Madrid gegn Manchester City í kvöld er191. leikurinn sem Carlo Ancelotti stýrir í Meistaradeildinni. Hann er stjóri Real Madrid og er hann orðinn sá stjóri sem hefur stýrt flestum leikjum í keppninni.

Með þessum leik tekur Ancelotti fram úr Sir Alex Ferguson sem stýrði liði sínu 190 sinnum í keppninni. Allir 190 leikir Sir Alex voru sem stjóri Manchester United.

Leikurinn í kvöld er 50. leikur Ancelotti í Meistaradeildinni sem stjóri Real. Hann er annar stjórinn í sögunni til að stýra tveimur liðum í allavega 50 leikjum í keppninni. Áður hafði hann stýrt Milan 73 sinnum í keppninni.

Hinn stjórinn er Pep Guardiola sem stýrir City í kvöld. Hann er að stýra sínum 73. leik í Meistaradeildinni sem stjóri City og hafði áður stýrt Barcelona í 50 leikjum í keppninni.

Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri undanúrslitaleik liðanna sem fram fór í síðustu viku. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Athugasemdir
banner
banner
banner