mið 17. maí 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Þetta verður rosalegt
Vinicius og Haaland takast í hendur eftir fyrri leikinn.
Vinicius og Haaland takast í hendur eftir fyrri leikinn.
Mynd: Getty Images
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Inter tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi með 1-0 sigri á nágrönnum sínum í AC Milan. Sigur Inter í einvíginu var sannfærandi en liðið er á leið í sinn fyrsta úrslitaleik síðan árið 2010 þegar Jose Mourinho stýrði skútunni.

Í kvöld kemur það í ljós hvaða lið mun spila við Inter í úrslitaleiknum. Það er sannkallaður stórleikur á Etihad-vellinum þar sem Manchester City tekur á móti Real Madrid. Fyrri leikur liðanna var góð skemmtun og endaði með 1-1 jafntefli. Það er allt opið fyrir leikinn í kvöld.

Hvernig endar hann? Skoðum spánna hér fyrir neðan.

Halldór Árnason

Man City 3 - 1 Real Madrid
Eftir frábæran fyrri leik þá voru það tvö stórkostlegt mörk sem réðu úrslitum og allt jafnt fyrir þennan risa leik í kvöld.

Vondu fréttirnar fyrir Real er að City hefur ekki tapað Meistaradeildarleik á heimavelli í fleiri ár og líta hrikalega vel og sannfærandi út.

City komast yfir í fyrri hálfleik og eftir það verður þetta erfitt fyrir Real. Þeir ná inn einu marki en það er erfitt að elta City og þetta verður tiltölulega öruggur sigur.

Haaland, De Bruyne og Stones með mörkin.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Man City 1 - 1 Real Madrid
Þetta verður rosalegt. Úrslitaleikur keppninnar, það er klárt. Fannst Spánverjarnir geggjaðir í fyrri leiknum og hefðu lokað þeim leik ef ekki hefði verið fyrir snilli De Bruyne. Real liggja rólegir til baka allavega til að byrja með í kvöld og treysta á gæði Vini Jr. og Benzema uppi. Uppskrift sem þeir kunna upp á 10. Gæti alveg séð votta fyrir smá stressi hjá City-mönnum þrátt fyrir að gengið sé eins og það er hjá þeim í deildinni á meðan reynslan og yfirvegunin hjá Real mun vega þungt. Fer 1-1 og í framlengingu í mögnuðum leik. City klára þetta svo í lok framlengingar. Loksins.

Fótbolti.net spáir - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Man City 2 - 2 Real Madrid
Þessi leikur verður algjör veisla. Man City kemst í tvígang yfir með mörkum frá Haaland og Grealish, en Real Madrid tekst að svara í bæði skiptin. Þeir jafna með mörkum frá Vinicius og Eder Militao. Ætli Luka Modric eigi ekki líka einhverja sturlaða sendingu? Þetta fer í framlengingu og þar skorar Karim Benzema sigurmarkið og kemur Real Madrid í úrslitaleikinn eftir magnað einvígi. Real Madrid vinnur svo þessa keppni, þeir eru kóngarnir í Evrópu.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 25
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 17
Halldór Árnason - 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner