banner
   mið 17. maí 2023 19:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bernardo braut ísinn - 28. stoðsending De Bruyne
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið yfir gegn Real Madrid. Markið kom á 23. mínútu þegar Kevin De Bruyne fann samherja sinn Bernardo Silva inn á teignum.

Bernardo skoraði með góðu skoti á nærstöngina og tókst það sem Erling Haalad hafði ekki tekist fram að því: að koma boltanum framhjá Thibaut Courtois í markinu.

City leiðir einvígið 2-1 en tæpur klukkutími er eftir af seinni undanúrslitaleik liðanna. Í húfi er sæti í úrslitaleiknum þar sem andstæðingurinn verður Inter Milan.

Stoðsendingin hjá De Bruyne var hans 28. stoðsending á tímabilinu í öllum keppnum með bæði félagsliði og landsliði. Lionel Messi er næstur með 24 stoðsendingar og Dusan Tadic er í þriðja sæti með 23.

City liðið hefur verið með öll völd á vellinum og er verðskuldað með forystuna.

Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner