Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. maí 2023 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjólfur ekkert verið með í upphafi móts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Andersen Willumsson, leikmaður Kristiansund, hefur misst af byrjuninni á tímabilinu í norsku B-deildinni vegna meiðsla.

Kristiansund féll úr efstu deild í fyrra og er stefnan sett á að komast beint upp aftur.

Brynjólfur er fjarri góðu gamni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik rétt fyrir mót. Hann meiddist í leik gegn Viking og hefur ekkert getað spilað síðan. Hann fékk rifu í liðband í hnénu.

Hann er búinn að vera frá í tvo mánuði og mun hann ekki snúa til baka fyrr en í fyrsta lagi í næsta mánuði. Leiðinlegt fyrir framherjann sem var heitur undir lok síðasta tímabils þegar Kristiansund var hársbreidd frá því að halda sér uppi í deild þeirra bestu. Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í síðustu átta leikjunum sem hann spilaði á síðasta tímabili.

Brynjólfur er 22 ára sóknarmaður sem Kristiansund keypti af Breiðabliki fyrir tímabilið 2021.

Kristiansund er í 2. sæti B-deildarinnar eftir átta umferðir, með sextán stig sem er stigi minna en topplið Sogndal.
Athugasemdir
banner
banner
banner