Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið City og Real: Taka tvö - Rudiger á bekkinn
Eder Militao byrjar.
Eder Militao byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seinni leikur Manchester City og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 19:00 á Etihad leikvanginum í Manchester.

Staðan í einvíginu er 1-1 eftir jafntefli í Madríd fyrir átta dögum síðan. Þar skoruðu þeir Vinicius JR. og Kevin De Bruyne mörkin.

Ein breyting er á byrjunarliðunum frá fyrri leiknum. Antonio Rudiger tekur sér sæti á bekknum og Eder Militao byrjar í hans stað. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Man City: Ederson; Walker, Stones, Dias, Akanji; Rodri, De Bruyne, Gundogan; Bernardo, Grealish, Haaland.
(Ortega, Carson, Phillips, Laporte, Alvarez, Gomez, Mahrez, Foden, Palmer, Lewis)

Real Madrid: Courtiois; Carvajal, Militao, Alaba, Camavinga; Kroos, Modric, Valverde; Rodrygo, Benzema, Vini JR,
(Lunin, Vallejo, Nacho, Hazard, Asensio, Odiozola, Lucas V, Tchouameni, Ceballos, Rudiger, Mendy, Mariano)
Athugasemdir
banner
banner