Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Camavinga í miklum vandræðum - „Átakanlegt að horfa upp á þetta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri hálfleikurinn á Etihad leikvanginum var gerður upp á Stöð 2 Sport. Þeir Rikki G, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu um yfirburði Manchester City og vandræði Real Madrid í leiknum.

City leiðir með tveimur mörkum og er það fyllilega verðskulduð forysta. Þeir veltu fyrir sér hvort Eduardo Camavinga þyrfti hreinlega að fara af velli í hálfleik. „Ég sé ekki annað en að (Antonio) Rudiger verði að koma í hafsentinn, þetta er katastrófa," sagði Rikki og sá þá fyrir sér að miðvörðurinn David Alaba færi í vinstri bakvörðinn þar sem Camavinga spilaði í fyrri hálfleik.

„Ég yrði hissa ef liðið yrði eins uppstillt allavega, Camavinga getur ekki verið áfram vinstri bakvörður. Eitthvað verður hann (Carlo Ancelotti) að gera. Camavinga er í svo miklum vandræðum og þeir að spila svo í kringum hann, það er átakanlegt að horfa upp á þetta. Annað hvort kemur hann inn á miðjuna eða fer af velli, það getur ekki annað verið," sagði Atli Viðar.

„Mér finnst eins og þeir þurfi bara að taka (Luka) Modric og (Toni) Kroos út af. Mér finnst þeir ekki ráða við eitt né neitt þarna, fá Aurelien Tchouameni inn og færa Camavinga upp á miðjuna, aðeins að fá meiri kraft og hlaupagetu. Þeir þurfa að komast í gegnum eða yfir pressuna hjá City," sagði Baldur.

Seinni hálfleikur er farinn af stað, staðan er 2-0, og Ancelotti gerði engar mannabreytingar á sínu liði í hálfleik.
Athugasemdir
banner