Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 22:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: City hefur jarðað helstu keppinauta sína á síðustu vikum
Pep Guardiola og Carlo Ancelotti föðumust í kvöld.
Pep Guardiola og Carlo Ancelotti föðumust í kvöld.
Mynd: EPA
Þeir Carragher, Henry og Micah Richards vinna saman hjá CBS.
Þeir Carragher, Henry og Micah Richards vinna saman hjá CBS.
Mynd: EPA
„Helstu keppinautar Man City í Meistaradeildinni og úrvalsdeildinni hafa verið jarðaðir á Etihad á síðustu vikum," skrifaði sparkspekingurinn Jamie Carragher á Twitter í kvöld. Carragher vinnur fyrir Sky Sports í tengslum við úrvalsdeildina og CBS Sports í tengslum við Meistaradeildina.

„Fótboltinn sem þeir hafa spilað eftir landsleikjahléið í mars hefur verið stórkostlegur," bætti þessi fyrrum leikmaður Liverpol við. Hann vísar í færslunni í stórsigurinn gegn Real í kvöld og svo sigurinn gegn Arsenal í úrvalsdeildinni.

City gekk frá Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, 4-0 lokatölur í kvöld, og líta ensku meistararnir út fyrir að vera óstöðvandi um þessar mundir. City tapaði síðast 5. febrúar, gegn Tottenham, gerði síðast jafntefli í deildinni 18. febrúa og síðan hefur liðið unnið alla sína leiki í deildinni. Jafnteflin eru þrjú í Meistaradeildinni; í fyrri leiknum gegn RB Leipzig, í seinni leiknum gegn Bayern Munchen og í fyrri leiknum gegn Real Madrid.

Einungis eitt enskt lið ráðið yfir Evrópu
„Það er einungis eitt enskt lið sem hefur ráðið yfir Evrópu, það var Liverpool í lok áttunda áratugarins og í byrjun þess níunda. City er að fara vinna þriðja deildartitilinn í röð, ekkert lið hefur unnið fjóra en United og Liverpool hafa unnið þrjá í röð. Á Englandi eru þeir við toppinn með bestu liðum sögunnar."

„En City á ennþá eftir að vinna Meistaradeildina. Þetta lið, út frá gæðum stjórans, lekmannanna og hversu vel stætt félagið er fjárhagslega, þá hljóta þeir að vera leitast eftir því að vera besta lið Evrópu í talsverðan tíma,"
sagði svo Carragher á CBS í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner