Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   mið 17. maí 2023 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir frá Etihad: Algengasta einkunnin fjórir hjá Real
Markverðirnir fengu báðir sjö.
Markverðirnir fengu báðir sjö.
Mynd: EPA
Grealish átti góðan leik.
Grealish átti góðan leik.
Mynd: EPA
Manchester City pakkaði Real Madrid saman í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Bernardo Silva skoraði tvö mörk, eitt markið var sjálfsmark og varamaðurinn Julian Alvarez skoraði svo fjórða markið í 4-0 sigrinum í uppbótartíma.

City var með algjöra yfirburði í leiknum og litast einkunnagjöf Sky Sports eðlilega af þeim yfirburðum. Bernardo Silva var maður leiksins og fær hann níu í einkunn. Kyle Walker og Jack Grealish fá svo næst hæstu einkunn, eða átta. Sjö var algengasta einkunnin hjá City en átta leikmenn fengu þá einkunn. Thibaut Courtois var besti maður Real í leiknum og fær hann líka sjö.

Sex leikmenn hjá Real fengu fjóra í einkunn sem var það lægsta sem gefið var í kvöld.

Einkunnir Sky Sports:
Man City: Ederson (7), Walker (8), Stones (7), Dias (7), Akanji (7), Rodri (7), Gundogan (7), De Bruyne (7), Silva (9), Grealish (8), Haaland (6).

Varamenn: Mahrez (fékk ekki einkunn), Foden (6). Alvarez (7).

Real Madrid: Courtois (7), Carvajal (4), Militao (4), Alaba (4), Camavinga (5), Valverde (5), Kroos (6), Modric (5), Rodrygo (4), Benzema (4), Vinicius Jr (4).

Varamenn: Rudiger (5), Asensio (5), Tchouameni (fékk ekki einkunn).

Maður leiksins: Bernardo Silva.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner