
Lengjudeildarlið Njarðvíkur heimsóttu Bestu deildarlið FH á Kaplakrikavöll í kvöld þegar 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins hélt áfram göngu sinni.
Njarðvíkingar mættu öflugir til leiks en það voru FH sem sýndu gæði sín og kláruðu leikinn og tryggðu sig í pottinn fyrir 8 liða úrslit.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Njarðvík
„Ég er ánægður með ýmislegt en af sama skapi þá veit ég það að við getum talsvert betur og mér fannst við gefa FH-ingum aðeins of mikið pláss í fyrri hálfleiknum sérstaklega og síðari hálfleikurinn var meiri tilfiningarrússíbani og minni fótbolti." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.
„Um 20-35 mín fannst mér við alltof passívir og ekki að gera hlutina sem að við höfum verið að gera í vetur og ekki að pressa eins og við höfum verið að gera og þeir náðu svolítið góðum kafla þar og ég er óánægður með það vegna þess að ég veit að við getum betur og ég trúi því að þessir leikir séu þannig að þetta svona smám saman mjatlast inn þannig að þessi yfirhönd sem þeir höfðu þar, ég held að það hafi svona leitt til þess að við fáum á okkur þetta helvítis horn og fáum á okkur þetta helvítis mark og þá var þetta orðin smá brekka."
„Við byrjum svo seinni hálfleikinn illa og þá er 2-0 og bara mjög erfið staða að lenda tveimur mörkum undir á móti úrvalsdeildarliði er mjög krefjandi og það var svekkjandi að missa leikinn í þá stöðu vegna þess að mér fannst bara enginn ástæða til þess."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |