Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. maí 2023 13:48
Elvar Geir Magnússon
Forseti Gabon fékk Aubameyang til að taka landsliðsskóna fram að nýju
Pierre-Emerick Aubameyang í landsleik með Gabon 2017.
Pierre-Emerick Aubameyang í landsleik með Gabon 2017.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hefur ákveðið að byrja að spila fyrir landslið Gabon, ári eftir að hann tilkynnti að landsliðsskórnir væru komnir á hilluna.

Það var sjálfur forseti lýðveldisins, Ali Bongo Ondimba, sem fundaði með Aubameyang og sannfærði hann um að spila að nýju fyrir þjóðina.

Aubameyang er 33 ára og er markahæstur í sögu Gabon, með 28 mörk í 68 leikjum.

„Ég hlustaði á visku hans, þetta voru eins og samræður föður og sonar," segir Aubameyang.

Gabon er sem stendur í efsta sæti í sínum riðli í undankeppni Afríkumótsins.

Aubameyang hefur aðeins skorað eitt mark í úrvalsdeildinni fyrir Chelsea á þessu tímabili en hann er orðaður við endurkomu til Barcelona í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner