
„Við byrjuðum mjög sterkt en duttum aðeins niður í lok fyrri hálfleiks. Síðustu 20-30 mínúturnar vorum við miklu sterkari og vildum þetta miklu meira," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 3-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild kvenna í kvöld.
Eva átti mjög flottan leik þar sem hún byrjaði í miðverðinum og fór svo upp á miðsvæðið. Hún skoraði annað mark Fylkis sem hjálpaði liðinu að landa sigrinum.
Eva átti mjög flottan leik þar sem hún byrjaði í miðverðinum og fór svo upp á miðsvæðið. Hún skoraði annað mark Fylkis sem hjálpaði liðinu að landa sigrinum.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 4 KR
„Maður leysir allt sem maður er settur í, en ég finn mig betur á miðjunni eins og þú kannski sást."
„Ég er vanari því að spila á miðjunni en það er fínt að vera í hafsent, ekkert að því. Maður leysir það bara ef þarf."
Sara Dögg Ásþórsdóttir, yngri systir Evu, skoraði einnig í leiknum en þær ná vel saman inn á vellinum.
„Það er geggjað. Við erum búnar að vera saman í Fylki síðan 2020 en við erum búnar að vera báðar svolítið meiddar. Þetta er fyrsta tímabilið þar sem við erum báðar alveg að spila og það er ótrúlega gaman."
„Sara meiddist í fyrsta leiknum eftir að ég kom til baka eftir meiðsli í fyrra. Það er fínt að ná að tengja nokkra leiki saman og vonandi verða þeir fleiri. Það eru þrjú ár á milli okkar og við vorum ekki að spila mikið saman í yngri flokkum, en við spiluðum alltaf heimi saman og vorum út í fótbolta með pabba og bróður okkar og svona. Við erum vanar því að spila saman," sagði Eva en það gerist ekki oft að þær ná að skora í sama leiknum. „Það er mjög skemmtilegt."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir