
FH tóku á móti Lengjudeildarliði Njarðvíkur á Kaplakrikavelli í kvöld þegar 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla hélt áfram göngu sinni.
Njarðvíkingar mættu sterkir til leiks en það voru FH sem sýndu gæðin í sínum aðgerðum og tóku farseðilinn í 8-liða úrslitin.
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Njarðvík
„Frábært að vera komnir áfram, við vissum að þetta yrði erfiður leikur, Njarðvík mjög vel þjálfað lið." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.
„Eins og ég sagði fyrir leikinn góð pressa og þeir létu okkur hafa fyrir hlutunum en mér fannst þetta sanngjarnt og við vorum pínu klaufar að eftir að vera komnir í 2-0 og með öll tök á leiknum að hleypa þeim inn í þetta og áttum svo aftur möguleika að koma þessu í 3-1 en meðan staðan er 2-1 þá er þetta alltaf smá ströggl en við kláruðum þetta og það spyr enginn að því."
„Ég var búin að sjá leikina hjá þeim og þeir eru með Bödo/Glimt pressuna og gera hana mjög vel og eru mjög aggresívir og við vorum búnir að búa okkur undir það en á móti kemur að auðvitað er á þessum velli eins og hann er núna, hann á eftir að verða frábær eftir svona 2-3 vikur að þá er erfitt að spila sig í gegnum fyrstu pressu án þess að fara kannski í lengri boltana."
Nánar er rætt við Heimi Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |