Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 17. maí 2023 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjudeild kvenna: KR í vandræðum - Víkingsvélin mallar
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Fyrirliðinn Nadía kom Víkingi yfir.
Fyrirliðinn Nadía kom Víkingi yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann í Vesturbænum.
Afturelding vann í Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Grótta vann sigur.
Grótta vann sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fjórir leikir fóru fram í þriðju umferð Lengjudeild kvenna í kvöld. Afturelding, Fylki, Grótta og Víkingur fóru með sigra af hólmi. Umferðinni lýkur með viðureign FHL og HK á morgun.

Tveir leikir voru í textalýsingu hér á Fótbolti.net. Haraldur Ingi Ólafsson var í Vesturbænum þar sem KR tapaði stórt gegn Aftureldingu í uppgjöri liðanna sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust.

Afturelding leiddi með þremur mörkum í leikhléi og Karmyn Carter innsiglaði 0-4 útisigur á 76. mínútu. „Afturelding átti þennan leik frá upphafi til enda og verðskulda 3 stig. KR átti ágætis kafla en náðu ekki að skapa nein dauðafæri," skrifaði Haraldur í leikslok.

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson var í Árbænum þegar Grindavík kom í heimsókn. Fylkir leiddi með einu marki í hálfleik og bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og sannfærandi heimasigur niðurstaðan. „Guðrún Karítas verðskuldaði þetta mark!!! Búin að vera mjög góð í leiknum og skorar hér gott mark. Hún pakkar Dominique saman og vinnur boltann af henni - ekki í fyrsta sinn í leiknum - og skorar í annarri tilraun eftir að Heiðdís hafði varið fyrst frá henni. Fylkir að pakka Grindavík saman hérna," skrifaði Guðmundur á 88. mínútu þegar Guðrún Karítas innsiglaði sigurinn.

Í Úlfarsárdalnum hélt Víkingsvélin áfram að malla og varð 0-3 útisigur gegn Fram staðreynd. Nadía Atladóttir kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik og þær Erna Guðrún og Linda Líf Boama skoruðu mörk toppliðsins á stuttum kafla í seinni hálfleik.

Á Seltjarnarnesi unnu heimakonur í Gróttu 2-1 sigur gegn Augnabliki þar sem öll mörkin komu í seinni hálfleik. Grótta var öflugra liðið í fyrri hálfleik en jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik.

Víkingur er á toppi deildarinnar með níu stig, Fylkir er í öðru sæti með sjö stig. KR er á botninum án stiga.

KR 0 - 4 Afturelding
0-1 Hlín Heiðarsdóttir ('6 )
0-2 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('26 )
0-3 Snæfríður Eva Eiríksdóttir ('30 )
0-4 Karmyn Carter ('76)
Lestu um leikinn

Fylkir 3 - 0 Grindavík
1-0 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('12 )
2-0 Eva Rut Ásþórsdóttir ('70)
3-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('88)
Lestu um leikinn

Grótta 2 - 1 Augnablik
1-0 Hannah Abraham ('47)
1-1 Emilía Lind Atladóttir ('63)
2-1 Rakel Lóa Brynjarsdóttir ('72)

Fram 0 - 3 Víkingur
0-1 Nadía Atladóttir ('19)
0-2 Erna Guðrún Magnúsdóttir ('74)
0-3 Linda Líf Boama ('77)
Athugasemdir
banner
banner